Vilja upptöku evru sem fyrst

Evrumynt.
Evrumynt. Reuters

Pólland þarf að taka upp evru fljótlega því zloty, gjaldmiðill landsins hefur styrkst svo mikið að virði fjárframlaga Evrópusambandsins tærist upp. Þetta er haft eftir Elzbieta Bienkowska, ráðherra í pólsku ríkisstjórninni á vef Bloomberg.

„Horfandi á gengi zloty síðan Pólland gekk í Evrópusambandið þá er augljóst að upptaka evru er raunhæfasta lausnin,“ segir Bienkowska. „Það myndi draga úr áhættu vegna styrk zlotysins, sem gæti haldið áfram á næsta fjárlagatímabili ESB.“

Síðan Póllandi gekk í ESB hefur gjaldmiðillin styrkst um 17% gagnvart evrunni sem gerir m.a. fyrirtækjum erfitt fyrir. Donald Tusk, forsætisráðherra, vill festa gengi zloty gagnvart evrunni einhvern tímann á næsta ári.

Í kjölfar þess gætu Pólverjar fyrst tekið upp evruna árið 2011. Margir hafa þó áhyggjur af því að með því að festa gengið á ákveðnu bili við evruna myndi zloty leita í efri mörk þess og draga þannig enn frekar úr virði framlaga ESB.

Fjárframlög ESB eru mikilvæg stærð í pólska hagkerfinu og svara þau til 1,5% hækkunar á vergri landsframleiðslu á ári hverju, samkvæmt Bloomberg. Pólland fær hæstu fjárframlög innan sambandsins fyrir fjárlagatímabilið 2007-2013.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir