Atlantic Petroleum finnur olíulind

Olíuborpallur í Norðursjó.
Olíuborpallur í Norðursjó.

Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum tilkynnti í dag, að það hefði fundið olíulind á svonefndu Blackbird leitarsvæði í Norðursjó. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu, að rannsóknir bendi til þess að um hágæða olíu sé að ræða.

Haft er eftir Wilhelm Petersen, framkvæmdastjóra Atlantic Petroleum, í tilkynningunni, að þetta séu góðar fréttir fyrir félagið og hluthafa þess.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK