Hráolíuverð hækkar annan daginn í röð

Verð á hráolíu hækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun og er 117 dalir tunnan eftir að ljóst varð að eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum voru minni heldur en talið var. Verð á hráolíu til afhendingar í september hækkaði um 75 sent og er 116,75 dalir tunnan í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York. Í Lundúnum hækkaði einnig verð á Brent Norðursjávarolíu og er 114,16 dalir tunnan á olíu til afhendingar í september.

Er þetta annar dagurinn í röð sem verð á hráolíu hækkar en á miðvikudag fór verð á hráolíu til afhendingar í september niður í 112,87 dali tunnan á NYMEX markaðnum. Þann 11. júlí, er verð á hráolíu var í sögulegu hámarki, var það 147,27 dalir tunnan.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK