Hráolíuverð hækkar annan daginn í röð

Verð á hráolíu hækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun og er 117 dalir tunnan eftir að ljóst varð að eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum voru minni heldur en talið var. Verð á hráolíu til afhendingar í september hækkaði um 75 sent og er 116,75 dalir tunnan í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York. Í Lundúnum hækkaði einnig verð á Brent Norðursjávarolíu og er 114,16 dalir tunnan á olíu til afhendingar í september.

Er þetta annar dagurinn í röð sem verð á hráolíu hækkar en á miðvikudag fór verð á hráolíu til afhendingar í september niður í 112,87 dali tunnan á NYMEX markaðnum. Þann 11. júlí, er verð á hráolíu var í sögulegu hámarki, var það 147,27 dalir tunnan.


mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK