Stones Invest úrskurðað gjaldþrota

Viðskiptadómstóll í Danmörku hefur fallist á kröfu fasteignafélagsins Landic Property um að úrskurða fjárfestingarfélagið Stones Invest gjaldþrota. Fram kom í réttinum að félagið skuldar 4 milljarða danskra króna, þar af eru lausaskuldir 2,5 milljarðar króna.

Fram kemur á fréttavef Børsen, að lánardrottnar hafi fjölmennt í réttinn og lagt fram háar kröfur í þrotabúið, sem samtals hafi numið rúmum milljarði danskra króna. Segir  Børsen að lögmenn hafi verið nokkuð æstir og varð dómari að biðja einn þeirra l að róa sig niður. 

Danski kaupsýslumaðurinn Steen Gude byggði upp Stones Invest á skömmum tíma og félagið er í margskonar starfsemi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK