Evran nálgast 140 krónur

Gengi krónunnar hefur lækkað umtalsvert í morgun og nemur lækkunin nú 3,18%. Stendur gengisvísitalan í 181,60 stigum en þetta er í fyrsta skipti sem gengisvísitalan fer yfir 180 stig. Upphafsgildi hennar var 176 stig. Gengi Bandaríkjadals er 94,66 krónur, pundið er 175,46 krónur og evran er 139,54 krónur. Samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis nemur veltan á millibankamarkaði 43 milljörðum króna.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir