Eyrir kaupir skuldabréf til baka

Eyrir Invest hefur keypt til baka öll útgefin skuldabréf félagsins í flokki EYRI0109 að nafnverði 2.000 milljónir króna. Skuldabréfin bera 15,5% vexti frá útgáfudegi þann 24.janúar 2007 og eru á lokagjalddaga þann 23.janúar 2009. Bréfin eru keypt á 18,6% ávöxtunarkröfu til lokagjalddaga. Félagið mun í kjölfar viðskiptanna óska eftir afskráningu á þessum flokki skuldabréfa.

Eyrir Invest er með tvo aðra flokka skuldabréfa skráða í OMX Nordic Exchange EYRI 07 2 með lokagjalddaga í ágúst 2009 og EYRI 05 1 með lokagjalddaga í maí 2012.

Eftir sem áður mun félagið birta uppgjör opinberlega samkvæmt reglum kauphallarinnar, að því er segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK