Gengi krónunnar lækkar um 4,11%

Reuters

Gengi krónunnar hefur lækkað um 4,11% í dag en gengisvísitalan stendur nú í 194,80 stigum en fór hæst í 196 stig fyrr stuttu síðan. Við upphaf viðskipta stóð vísitalan í 186,80 stigum. Veltan á millibankamarkaði nemur nú 54 milljörðum króna. Gengi Bandaríkjadals er 104,58 krónur, pundið er 188,68 krónur og evran er 148,05 krónur.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK