Krónan veiktist um 5,3%

Það er óhætt að segja að það hafi fallið ýmis met á íslenskum gjaldeyrismarkaði í dag án þess þó að um jákvæð met sé að ræða. Gengi krónunnar veiktist um 5,3% og var lokagildi gengisvísitölunnar 196,7 stig og hefur aldrei verið hærra. Hæst fór vísitalan í 197,86 stig í dag en upphafsgildi hennar var 186,80 stig.

Gengi Bandaríkjadals er 106 krónur og hefur ekki verið hærra frá árinu 2001, gengi pundsins er 188,88 krónur og hefur aldrei verið hærra. Gengi evru er 149,43 krónur og hefur aldrei verið hærra. Er svo komið að gengi jens er 1 króna og er það í fyrsta skipti sem gengi jens nær svo hátt gagnvart krónu en um áramót var gengi jensins 0,55 krónur. 

Veltan á millibankamarkaði nam 78,4 milljörðum króna í dag, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK