Gates segir enga kreppu í aðsigi

Bill Gates.
Bill Gates. Reuters

Bill Gates, ríkasti maður Bandaríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali í kvöld að fjármálakreppan í Bandaríkjunum setji ekki endapunkt við kapítalismann og muni ekki leiða til heimskreppu.

„Þetta er mjög áhugaverð kreppa," sagði Gates við CNN þegar hann var spurður um 700 milljarða dala björgunarsjóð, sem Bandaríkjaþing samþykkti á föstudag að stofna. 

Gates sagði, að bakslagið, sem fylgt hefur hruni svonefnds undirmálsfasteignalánamarkaðar, kalli á leiðréttingu en fyrirtæki vilji enn fjárfesta.

„Það virðist sem það komi smá bakslag í efnahagslífið en það verði ekki langt samdráttarskeið eða kreppa," sagði hann.

Um efasemdir ýmissa sérfræðinga um aðgerðaáætlun bandarískra stjórnvalda sagði Gates, að ekki væri útlit fyrir að björgunaraðgerðirnar setji hagkerfið á hliðina.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK