Exista selur í Bakkavör

mbl.is

Stjórn Exista hefur í dag ákveðið að selja allan hlut félagins í Bakkavör Group, samtals 855.151.478 hluti eða sem nemur 39,629% af heildarhlutafé, til ELL 182 ehf. Söluverð er 9,79 krónur á hlut sem er síðasta dagslokagengi í Bakkavör Group 8. október. Söluvirðið er því tæpir 8,4 milljarðar króna.

Eftir viðskiptin á hvorki Exista né dótturfélög þess hluti í Bakkavör Group. Viðskiptin eru gerð með fyrirvara um samþykki lánveitenda.

Með sölunni er stuðlað að því að tryggja stöðugleika í framtíðarrekstri og eignarhaldi félagsins, að því er segir í tilkynningu frá Exista.

ELL 182 ehf., er  félag í eigu Lýðs Guðmundssonar og Ágústs Guðmundssonar.Lýður er stjórnarformaður Bakkavör Group og Ágúst er stjórnarmaður og forstjóri félagsins. Lýður Guðmundsson á ekki hluti í Bakkavör Group.

Aðilar fjárhagslega tengdir Lýði Guðmundssyni eiga samtals 855.166.183 hluti eftir kaupin.

Ágúst Guðmundsson á ekki hluti í Bakkavör Group.  Aðilar fjárhagslega tengdir Ágústi Guðmundssyni eiga samtals 855.151.478 hluti eftir kaupin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK