Exista selur í Bakkavör

mbl.is

Stjórn Exista hefur í dag ákveðið að selja allan hlut félagins í Bakkavör Group, samtals 855.151.478 hluti eða sem nemur 39,629% af heildarhlutafé, til ELL 182 ehf. Söluverð er 9,79 krónur á hlut sem er síðasta dagslokagengi í Bakkavör Group 8. október. Söluvirðið er því tæpir 8,4 milljarðar króna.

Eftir viðskiptin á hvorki Exista né dótturfélög þess hluti í Bakkavör Group. Viðskiptin eru gerð með fyrirvara um samþykki lánveitenda.

Með sölunni er stuðlað að því að tryggja stöðugleika í framtíðarrekstri og eignarhaldi félagsins, að því er segir í tilkynningu frá Exista.

ELL 182 ehf., er  félag í eigu Lýðs Guðmundssonar og Ágústs Guðmundssonar.Lýður er stjórnarformaður Bakkavör Group og Ágúst er stjórnarmaður og forstjóri félagsins. Lýður Guðmundsson á ekki hluti í Bakkavör Group.

Aðilar fjárhagslega tengdir Lýði Guðmundssyni eiga samtals 855.166.183 hluti eftir kaupin.

Ágúst Guðmundsson á ekki hluti í Bakkavör Group.  Aðilar fjárhagslega tengdir Ágústi Guðmundssyni eiga samtals 855.151.478 hluti eftir kaupin.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK