Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eina úrræðið

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, Lars Christensen og Carsten Valgreen, …
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, Lars Christensen og Carsten Valgreen, sérfræðingar Danske Bank, á fundi á Íslandi fyrir tveimur árum. mbl.is/Árni Sæberg

Lars Christensen, yfirmaður greiningardeildar Danske Bank, sagði í Markaðnum, nýjum sjónvarpsþætti Björns Inga Hrafnssonar á Stöð 2, að eina færa leiðin, sem Íslendingar ættu til að endurheimta trúverðugleika sinn, væri að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Christensen sagði, að efnahagskreppan, sem nú gangi yfir Ísland sé sú versta í sögunni og mun verri en verstu spár Danske Bank gerðu ráð fyrir árið 2006 þegar bankinn byrjaði að vara við of miklum lántökum íslenskra banka og fyrirtækja í útlöndum.

Hann sagði, að atburðir síðustu daga sköðuðu auðvitað mjög traust á íslensku efnahagslífi og kaupsýslumönnum og íslenskir fjárfestar og bankar fái nú engin lán í útlöndum. Með hjálp Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verði hins vegar hægt að endurreisa það en ella eigi Ísland á hættu, að útilokast pólitískt og efnahagslega. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK