Green: Engin ákvörðun tekin enn

Einkaþota Jóns Ásgeirs Jóhannessonar kaupsýslumanns
Einkaþota Jóns Ásgeirs Jóhannessonar kaupsýslumanns mbl.is/Árni Sæberg

Breski milljarðamæringurinn Philip Green staðfestir við Bloomberg fréttastofuna að hann hafi átt í viðræðum við Baug Group og að hann hafi verið í Reykjavík. Segir Green að ekkert hafi verið ákveðið enn og vildi ekki tjá sig frekar um viðræðurnar.  Á vef Financial Times í gærkvöldi kom fram að rætt væri um að Green myndi leggja allt að tvo milljarða punda inn í Baug.

Líkt og fram kom í frétt á mbl.is í gærkvöldi sagði á vef FT að Green hafi komið til Íslands í einkaþotu ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnarformanni Baugs í Bretlandi og hafi rætt við forsvarsmenn Baugs.

FT hefur eftir Green, sem á m.a. verslunarkeðjurnar   BHS og Topshop, að hann ætti í viðræðum við Jón Ásgeir og Gunnars Sigurðsson, forstjóra Baugs, um að kaupa öll lán Baugs í íslensku bönkunum í Bretlandi. Segir FT að það sé 1-2 milljarðar punda.

„Allar eignirnar hafa verið frystar," sagði Green við FT. „Ég vil ekki að neitt þessara fyrirtækja falli og það vilja Jón og Gunnar ekki heldur."

Blaðið segir, að hluti eigna Baugs hafi verið frystur í Bretlandi í kjölfar hruns íslensku bankanna. Green, sem ekki hafi fjárfest á hlutabréfamarkaði og eigi því auðæfi sín óskert, kunni að eignast hluta af verslunarkeðjum Baugs á Bretlandi.  

Financial Times segir, að Green og Jón Ásgeir hafi lent á Reykjavíkurflugvelli,  sem fyrrum milljarðamæringar Íslands hafi gjarnan notað, og sest á fund í 101 Hóteli, sem Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs reki og hafi hannað.

Haft er eftir forsvarsmönnum Baugs, að fyrirtækið sé ekki allt til sölu. Blaðið segir hins vegar að nái Green samkomulagi um að yfirtaka skuldirnar verði hann í sterkri samningsstöðu um að semja um frekari eignakaup við Baug. 

Samkvæmt upplýsingum mbl.is eru skuldir Baugs, sem Green hefur áhuga á að kaupa, eignir Landsbankans í London og sem eiga að geta gengið á móti skuldbindingum Icesave netbankans.

Philip Green.
Philip Green. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK