IMF lýsir vilja til að aðstoða

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdstjóri IMF, Bernard Clerfayt, …
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdstjóri IMF, Bernard Clerfayt, fjármálaráðherra Belgíu og Guy Quaden, seðlabankastjóri Belga, á ársfundi IMF í Washington í kvöld. Reuters

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) lýsti í kvöld yfir vilja til að lána fé til ríkja, sem þurfa á aðstoð að halda vegna alþjóðlegrar fjármálakreppu, sem nú ríkir. Segir peninga- og fjármálanefnd sjóðsins, að með því að beita neyðaráætlun geti IMF lagt fram verulegt fé til að aðstoða aðildarríki.

Þá hvetur nefndin aðildarríkin um allan heim til að vinna að raunhæfri áætlun til að mæta þeim vanda sem við blasir. Samræmdar aðgerðir þróaðra ríkja og þeirra, sem ekki eru komin jafn langt á leið þurfi til.  

Dominique Strauss-Kahn, forstjóri IMF, bar lof á þá alþjóðlegu samvinnu, sem komin væri á til að bregðast við fjármálakreppunni. Sagði hann að öll aðildarríki IMF hefðu skrifað undir aðgerðaáætlun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK