Norsk stjórnvöld leggja fram 41 milljarð evra

Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs.
Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs. Reuters

Norsk stjórnvöld ætla að gefa út ríkisskuldabréf að verðmæti 41 milljarð evra til að greiða fyrir ráðstafanir til að auka laust fé á fjármálamarkaði.

„Við erum að veita bönkum tækifæri til að fá lánuð bestu verðbréfin, öruggustu skuldabréfin sem fyrirfinnast," sagði Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, á blaðamannafundi.

„Þetta ætti að greiða fyrir því að bankar láni hverjum öðrum," sagði hún. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK