Olían niður fyrir 75 dali

Reuters

Olíuverð fór niður fyrir 75 dali á tunnu í dag og hefur ekki verið lægra í 13 mánuði. Samfara þessu hefur OPEC, samtök olíuríkja, lækkað spá sína fyrir eftirspurn fyrir árið 2009 vegna fyrirsjáanlegs efnahagssamdráttar í heiminum.

Olíuverð hefur nú hrapað um 49% frá því að það var hæst í 147,27 dalir á tunnu hinn 11. júlí sl.

Samkvæmt spá OPEC er nú gert ráð fyrir að hinar ríku þjóðir heims muni þurfa aðeins um 400 þúsund tunnum meira af olíu á dag á næsta ári heldur en á yfirstandandi ári en spurn eftir olíu frá þróunarlöndum muni aukast um 1,1 milljón tunna þar sem mestur hluti aukningarinnar muni fara til Kína, Miðausturlanda og Indlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK