Rússar vilja meiri upplýsingar

Íslenska sendinefndin í Moskvu í byrjun vikunnar.
Íslenska sendinefndin í Moskvu í byrjun vikunnar. Reuters

Rússnesk stjórnvöld eru ekki enn sannfærð um réttmæti þess, að veita Íslendingum lán. Reutersfréttastofan hefur eftir heimildarmönnum í rússneska stjórnkerfinu, að enn skorti upplýsingar svo hægt sé að taka ákvörðun um málið.

„Viðræður við Rússa í vikunni um lán hafa ekki leitt til samkomulags. Eins og stendur höfum við ekki nægar ástæður til að veita þeim lánafyrirgreiðslu. Við höfnuðum ekki beiðninni. Við munum halda viðræðunum áfram," hefur Reuters eftir embættismanninum.

Íslensk viðræðunefnd fór til Moskvu á mánudag og átti fundi með fulltrúum rússneska fjármálaráðuneytisins á þriðudag og miðvikudag.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi síðdegis, að aðeins væri búið að halda einn fund um málið og ekki væri skrítið þótt halda þyrfti annan fund. Viðræður hefðu farið fram í dag um að finna nýja dagsetningu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK