Þeir felldu bankana

Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir
Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir mbl.is/Golli

Stjórnvöld, fyrrverandi stjórnendur viðskiptabankanna og eftirlitsstofnanir eru á einu máli um að neikvæð afstaða erlendra seðlabanka til lánveitingar til Íslands hafi orðið íslensku bönkunum að falli. Augljóst hafi verið að erlendu seðlabankarnir höfðu samráð sín á milli um þessa afstöðu.

„Árás breska fjármálaeftirlitsins á Kaupþing í London gerði svo útslagið og þá var ljóst að þetta var búið,“ segir heimildamaður úr bankageiranum. Þetta kemur fram í fréttaskýringu í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þar kemur einnig fram að gífurleg verðmæti úr eignasöfnum bankanna erlendis séu þegar farin í súginn.

Bankarnir hafi neyðst til þess að selja áður dýrmætar eignir á brunaútsölu og beinlínis gefa aðrar, m.a. í Bretlandi, á Írlandi, í Finnlandi og Svíþjóð. Þeir fjármunir sem séu tapaðir skipti hundruðum milljarða króna.

Eignir umfram skuldir 900 milljarðar króna

Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing áttu eignir upp á tæplega 14.500 milljarða króna hinn 30. júní sl. og skuldir þeirra námu þá um 13.600 milljörðum króna. Eignir þeirra þá voru þannig tæpum 900 milljörðum króna umfram skuldir.

Ekki liggur ljóst fyrir hversu mikils virði eignir bankanna þriggja eru nú, en sú hætta er vissulega talin fyrir hendi að verðmæti eignasafna bankanna haldi áfram að dragast saman.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK