Íslenskar bankaeignir á útsölu

Greiningardeild Kaupþings segir, að svo virðist sem hægt sé að gera afar góð kaup í íslenskum bankaeignum þessa dagana. Er m.a. vísað til þess, að verðið sem norskir sparisjóðir, sem hafa keypt Glitni í Noregi, greiða  innan við 10% af upphaflegu verði sem Glitnir greiddi árið 2004.

Glitnir keypti BNbank og KredittBanken á haustdögum 2004. Kaupverð BNbank á þeim tíma var 3,1 milljarður norskra króna, jafnvirði 33,6 milljarða króna og var verðið 19% umfram gengi síðustu viðskipta. KredittBanken var keyptur á 32% yfirverði en Glitnir greiddi í kringum 340 milljónir norskar krónur, 3,5 milljarða íslenskra króna, fyrir félagið. Bankarnir voru sameinaðir í Glitni ASA í mars á þessu ári.

Í morgun var tilkynnt að SpareBank 1 hef'ði keypt Glitni ASA fyrir 300 milljónir norskra króna, jafnvirði 5,1 milljarðs króna. Söluverðið er því innan við 10% af samanlögðu því kaupverði sem Glitnir greiddi fyrir bankana tvo fyrir um fjórum árum síðan.

Þá vísar Greiningardeild Kaupþings til þess, að í lok síðustu viku var dótturfélagið Glitnir AB, sem áður nefndist Fischer Partners, selt á 60 milljónir sænskra króna, eða  16% af kaupverði tveimur árum áður.

Fleiri eignir íslensku bankanna hafa verið seldar fyrir lítið verð á síðustu dögum, þar á meðal eignastýringardeild einstaklingsviðskipta hjá Singer & Friedlander, dótturfélagi Kaupþings í Lundúnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK