Svíþjóð hikandi um Ísland

Svíar efast um getu Íslands til að standa við skuldbindingar …
Svíar efast um getu Íslands til að standa við skuldbindingar ríkisins. Jim Smart

Ísland stendur frammi fyrir fjármálahruni á meðan íslensk stjórnvöld leita logandi ljósi eftir utanaðkomandi hjálp. Þetta kemur fram í grein á vefsíðu sænska blaðsins Dagens Nyheter.

Í fréttinni segir að Danir og Norðmenn hafi nú þegar veitt Íslendingum aðstoð, en að Svíar séu enn hikandi um hvort þeir eigi að koma með svipuðum hætti að málinu.

Þá segir að upp á íslenska ríkið standi kröfur upp á hundruð milljarða króna úr öllum áttum og mikil óvissa ríki um getu Íslands til að standa við greiðslur. Fulltrúi sænska fjármálaráðuneytisins er hér á landi með norskri sendinefnd, sem funda mun með íslenskum stjórnvöldum. Hefur hann s.s.á. ekkert umboð til samningagerða við Íslendinga, heldur mun hann safna upplýsingum fyrir sænsk yfirvöld.

Fjármálaráðherra Svíþjóðar, Anders Borg, vildi ekki tjá sig um afstöðu Svía til fjármálavanda Íslendinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK