Áhyggjur af greiðslugetu Rússlands

Fjármálakreppan hefur snert Moskvubúa, sem aðra.
Fjármálakreppan hefur snert Moskvubúa, sem aðra. Reuters

Skuldatryggingaálag rússneska ríkisins hefur hækkað mikið undanfarnar vikur vegna fjármálakreppunnar og þeirra áhrifa sem hún er að hafa á rússneska hagkerfið. Álagið er komið upp í 10,4% punkta og yfir íslenska ríkið sem stendur nú í um 9,45%.

Í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis segir að álagið á íslenska ríkið hafi þannig frekar verið að lækka undanfarið á meðan álagið á rússneska ríkið hafi hækkað. Líklegt sé að lækkun álagsins á ríkissjóð Íslands tengist viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

„Hröð hækkun skuldatryggingaálags rússneska ríkisins endurspeglar vaxandi áhyggjur fjárfesta á að Rússar lendi í greiðslufalli. Skammt er að minnast þess þegar Rússar lentu í greiðslufalli 1998, sem olli verulegum hræringum á alþjóðamörkuðum og var m.a. lykilþáttur í falli vogunarsjóðsins fræga Long Term Capital Management.

Í gær breytti lánshæfismatsfyrirtækið S&P horfum um lánshæfiseinkunn rússneska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar vegna áhyggja af áhrifum hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu þar í landi og kostnaðar rússneska ríkisins vegna björgunar rússneskra banka og kostnaði þess við að verja rússnesku rúbluna. Spurning er hvort þetta hafi einhver áhrif á vilja rússneskra stjórnvalda til að lána íslenska ríkinu fé,“ segir í Morgunkorni Glitnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK