Dollari og jen eflast

Óttinn við að fjármálakreppuveiran sé að sýkja ríki sem hafa sloppið að mestu hingað til hefur haft í för með sér að dollari og jen hafa styrkt stöðu sína á kostnað annarra gjaldmiðla.  Annað sem veldur ótta er staða bílarisans General Motors en talið er hugsanlegt að gjaldþrot sé á næsta leiti.

 En vegna óvissunnar leituðu margir fjárefestar í dollara og jen, ekki síst vegna mikilla lækkana á mörkuðum í Evrópu og Asíu og samdráttar sem hafinn er í breskum efnahag. Lækkunin á mörkuðum vestanhafs var mun minni á föstudag en í Asíu og Evrópu en sveiflurnar voru geysilegar.

,,Það ríkir skelfing í besta 19. aldar stíl, við hlaupum allir í hringi eins og hauslausir kjúklingar," hefur The New York Times eftir Jeremy Grantham, yfirmanni fjárfestingafyrirtækisins GMO í Boston.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK