Hlutabréf halda áfram að falla

Maður fær sér blund í kauphöllinni í Tókýó.
Maður fær sér blund í kauphöllinni í Tókýó. Reuters

Hlutabréf hafa haldið áfram að falla í verði á mörkuðum í Asíu og Evrópu í morgun. Í Japan lækkaði hlutabréfavísitala um 6,64% og hefur ekki verið lægri frá árinu 1982.  Í Hong Kong lækkaði hlutabréfavísitala um rúm 8%.

Viðskipti hefjast í evrópskum kauphöllum klukkan 8 en breytt var í vetrartíma víða um heim um helgina. 

Seðlabankastjórar og fjármálaráðherrar G7 ríkjanna svonefndu, sem sátu í morgun á fundi í Tókýó, lýsa áhyggjum af sveiflum á japanska gjaldmiðlinum. Sögðust ríkin ætla að eiga samvinnu um aðgerðir til að koma á jafnvægi á gjaldeyrismörkuðum heimsins.

Japanska jenið hefur hækkað hratt en fjárfestar hafa flúið óstöðugri gjaldmiðla og leitað skjóls í jeninu. Hafði gengi jensins á föstudag ekki verið hærra gagnvart Bandaríkjadal í 13 ár. Eftir yfirlýsingu G7 ríkjanna í morgun lækkaði gengið lítillega.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK