Alþjóðleg viðskipti með krónu á ný

Viðskipti voru á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði með íslensku krónuna að nýju í morgun eftir að Seðlabankinn tilkynnti um 6 prósenta vaxtahækkun. Að sögn Reutersfréttastofunnar var gengið 240 krónur fyrir evru en opinbert gengi Seðlabankans er 152 krónur.

„Ég held að mönnum hafi létt við að nú er orðið ljóst hvaða stefna hefur verið mörkuð. Við vitum þó ekki enn hvernig skipt verður úr gjaldeyrisuppboðum í fljótandi gengi," segir Beat Siegenthaler, sérfræðingur hjá TD Securities í Lundúnum, við Reutersfréttastofuna.

Fram kemur að engin alþjóðleg viðskipti hafi verið með krónuna í viku og viðskiptin í dag hafi verið mjög lítil og sveiflukennd.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK