Ólafur Teitur hættur hjá Straumi

Ólafur Teitur Guðnason
Ólafur Teitur Guðnason

Ólafur Teitur Guðnason hefur í dag látið af störfum sem fjölmiðlafulltrúi Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. að eigin ósk. Við fjölmiðlasamskiptum Straums tekur Georg Andersen, forstöðumaður Samskipta- og markaðssviðs bankans.

„Ég vil nota tækifærið og þakka starfsfólki Straums fyrir ákaflega ánægjulega samvinnu. Það er eftirsjá að þessum góða vinnustað en nú taka við ný verkefni,“ segir Ólafur Teitur, í fréttatilkynningu frá Straumi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir