Lykilmenn skulduðu 80 milljarða króna

Skuldir helstu stjórnenda Glitnis og Kaupþings, það er lykilstjórnendur, stjórnarmenn og nánustu fjölskyldumeðlimir, námu 79.633 milljónum króna þann 30. júní sl. Þetta kemur fram í sex mánaða uppgjörum bankanna.

Samkvæmt sex mánaða uppgjöri Kaupþings skulduðu stjórnarmenn, yfirmenn í bankanum og nánir fjölskyldumeðlimir þeirra 36.823 milljónir króna í bankanum. Segir í uppgjöri Kaupþings að sömu eða svipaðar reglur gildi um þessi lán og annarra viðskiptamanna bankans. 

Ef sex mánaða uppgjör Glitnis er skoðað þá jukust skuldir forstjóra bankans og helstu stjórnenda bankans um 7.234 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þær voru 1.832 milljónir króna um áramót en námu 9.066 milljónum króna þann 30. júní sl. 

Hins vegar minnkuðu skuldir stórra hluthafa í bankanum og stjórnarmanna á sama tímabili um 5.160 milljónir króna. Frá því að vera 38.904 milljónir króna um áramót í 33.744 milljónir króna þann 30. júní sl.

Sex mánaða uppgjör Glitnis

Sex mánaða uppgjör Kaupþings

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK