Yngvi Örn: Seðlabankastjóri í stjórn FME

Ingólfur Bender, Gylfi Zoega og Yngvi Örn Kristinsson
Ingólfur Bender, Gylfi Zoega og Yngvi Örn Kristinsson Mbl.is/ Kristinn

Yngvi Örn Kristinsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, sagðist á fundi Viðskiptaráðs í morgun vera sammála Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra, um að það hafi ekki verið rétt að flytja bankaeftirlitið út úr Seðlabankanum á sínum tíma.

Yngvi Örn segir að ekki sé hægt að ætlast til þess að fyrirtæki í samkeppnisrekstri sjái um aðhaldið. Bankar og fyrirtæki sem séu í samkeppnisrekstri geti ekki sinnt eftirliti, það sé hlutverk Seðlabankans og annarra opinberra stofnana. Yngi Örn segir að Seðlabankinn hafi fleiri tæki heldur en vexti til þess að sinna hlutverki sínu. Til að mynda bindiskyldu og lausafjárreglur. Hægt hafi verið að beita þessum stjórntækjum á árunum 2004 og 2005 og með því hefði verið hægt að veita aðhald.

Hann segir að Seðlabankinn hafi ekki verið einn um að vara við stöðu mála, viðvörunarorð hafi komið víða frá, bæði innanlands sem utan. Það sé aðgerðarleysið sem var í aðdraganda hruns bankanna sem hafi verið slæmt og að Seðlabankinn hafi átt að beita þessum stjórntækjum sem hann hafði.

Yngvi Örn sagðist vera sammála Davíð um að það hafi ekki verið rétt að flytja bankaeftirlitið út úr Seðlabankanum á sínum tíma. Ísland hafi ekki verið eina landið sem fór þessa leið heldur var þetta tískufyrirbrigði sem rekja má til Gordons Brown, þáverandi fjármálaráðherra Bretlands. Hins vegar megi ekki gleyma því að einn seðlabankastjóranna sitji í stjórn Fjármálaeftirlitsins og náin samvinna sé með þessum tveimur stofnunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK