Hið fullkomna fárviðri

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lýsir þeim hremmingum, sem íslenskt efnahagslíf hefur lent í, sem hinu fullkomna fárviðri. Í þessu óveðri hafi íslensk heimili og fyrirtæki orðið fyrir  fimmþættu áfalli, sem muni væntanlega hafi mikil áhrif á einkaneyslu og fjárfestingar. 

Sjóðurinn segir, að Íslendingar hafi reynslu af því að fást við efnahagsleg áföll. Ábyrgir kjarasamningar muni ráða úrslitum um hvernig tekst að fást við áfallið nú. Þá sé það mikill styrkur Íslendinga, að þeim takist jafnan að ná breiðri pólitísk samstöðu um aðgerðir. Þá sé hagkerfið afar sveigjanlegt.

Áföllin fimm, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn skilgreinir, eru eftirfarandi:

  • Gengisáfall þar sem gengi krónunnar hafi lækkað um 65% á þessu ári. Heimili og fyrirtæki séu berskjölduð fyrir þessu vegna þess að um það bil ¾ af skuldum fyrirtækja og 20% af skuldum heimila séu tengdar við erlenda gjaldmiðla. Að auki séu skuldir íslenskra heimila einar þær mestu í þróuðum ríkjum, eða yfir 300% af vergri landsframleiðslu.
  • Verðbólguáfall, en áætlað er að verðbólga fari yfir 20% í lok ársins 2008. Í ljósi verðtryggingar lána heimilanna, sem er um 75%, aðallega vegna fasteignakaupa, muni verðbólgan lækka verðgildi fasteigna.
  • Eignaáfall, þar sem hlutabréfaverð hefur hrunið og yfir 80% af íslenska hlutabréfamarkaðnum þurrkaðist út og verðgildi skuldabréfa fyrirtækja hrunið. Sjóðir hafi orðið fyrir miklum skakkaföllum. Að auki sé reiknað með því að fasteignaverð lækki um yfir 25%, sem skerði mjög mikið eignir heimilanna, hugsanlega um 100-150% af vergri landsframleiðslu.
  • Tekju- og atvinnuáfall en gert er ráð fyrir að kaupmáttur lækki um allt að 18% til ársins 2010 og atvinnuleysi sé áætlað 8-9% árið 2010 þegar fyrirtæki reyna að mæta áfallinu með uppsögnum eða verða gjaldþrota. Þá sé einnig reiknað með því að erlendir verkamenn hverfi að mestu úr landinu sem aftur dragi úr einkaneyslu. Fólksflutningar frá landinu munu enn frekar auka þrýsting á fasteignaverð.
  • Lánsfjáráfall. Almenningu og fyrirtæki hafði greiðan aðgang að lánsfé á  uppgangstímanum  en það mun væntanlega breytast mikið og búist sé við að útlán dragist verulega saman. Nýju bankarnir muni væntanlega verða mun varkárari í útlánum en hinir gömlu. Þegar eignir og tekjur heimila minnka og hagnaður fyrirtækja dregst saman mun aðgangur að lánsfé verða afar takmakaður.

Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK