Nýjar gjaldeyrisreglur í dag

Seðlabanki Íslands mun í dag birta nýjar reglur um gjaldeyrismál, á grundvelli laga, sem samþykkt voru á Alþingi laust fyrir klukkan 5 í morgun. Viðskiptaráðuneytið segir, að lögin séu nauðsynleg fyrsta aðgerð til að koma á eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum á Íslandi á ný og treysta gengi krónunnar.

Ráðuneytið segir, að heimild Seðlabanka Íslands sé tímabundin og nái gildistími hennar til sama tíma og efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, þ.e. til 30. nóvember 2010.  Þess sé þó vænst að hömlur á fjármagnshreyfingar gildi í sem skemmstan tíma.

 Fram kemur í viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda vegna lánafyrirgreiðslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að stjórnvöld séu meðvituð um að hækkun stýrivaxta nægi ekki ein og sér til að koma í veg fyrir fjármagnsútflæði undir núverandi kringumstæðum sem séu mjög sérstakar. Því séu stjórnvöld reiðubúin að beita tímabundnum gjaldeyrishöftum á fjármagnsviðskipti.

„Við gerum okkur ljóst að slík höft hafa talsverð neikvæð áhrif og hyggjumst afnema þau svo fljótt sem auðið er. Þau eru nauðsynleg til bráðabirgða þar til við höfum tryggt að stjórntæki peningamálastefnu okkar séu rétt stillt til að fást við mikla óvissu og skort á trausti í kjölfar bankahrunsins," segir í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK