Krónan styrktist um 8%

Krónan styrktist um 8% eftir viðskipti dagsins og evran kostar …
Krónan styrktist um 8% eftir viðskipti dagsins og evran kostar núna 171,80 kr.

Krónan styrktist um 8% eftir viðskipti dagsins og evran kostar núna 171,80 kr. Svo virðist sem áætlun stjórnvalda sé að ganga upp, a.m.k með hliðsjón af viðskiptum dagsins, en markmið Seðlabankans er að koma á stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og styrkja gengi krónunnar.  

Gengisvísitalan endaði í 229,6 stigum. Samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Kaupþings voru nokkuð mikil viðskipti með krónu, þó þau hafi ekki nálægt því eins mikil og fyrir nokkrum mánuðum. Er ekki búist við öðru en að krónan haldi áfram að styrkjast næstu daga, með hliðsjón af vöruflæði og áætluðum viðskiptaafgangi í nóvember, en afgangur í október var 11 milljarðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK