Evran kostar 160 kr.

Krónan heldur áfram að styrkjast.
Krónan heldur áfram að styrkjast. mbl.is/Júlíus

Krónan heldur áfram að styrkjast. Gengisvísitalan stendur núna í 214,20 stigum og evran kostar núna 160,75 kr. og bandaríkjadollar 126,72 kr. Samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborðum bankanna hafa viðskiptin ekki verið mikil það sem af er degi. Erfitt sé að spá fyrir um frekari styrkingu fyrr en jafnvægi kemst á viðskiptin með krónuna, en meira hefur verið um kaup en sölu.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir