Milljarðahagnaður á viðskiptum með Icelandair

Finnur Ingólfsson.
Finnur Ingólfsson. mbl.is/Golli

FS7, félag í eigu Finns Ingólfssonar, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóra, hagnaðist umtalsvert á viðskiptum með bréf í Icelandair árin 2006-2007.

Langflug, félag í eigu Samvinnutrygginga, hafði keypti í október 2006 32% í Icelandair af FL Group á genginu 27 og greiddi því fyrir hlutinn rúma 8,6 milljarða króna. FS7 keypti svo fjórðungshlut í Langflugi á einn milljarð í desember 2006.

Hefði Finnur keypt 8% í Icelandair á genginu 27 hefði hann þurft að greiða fyrir bréfin 2,13 milljarða króna. Í ágúst 2007 skipti Finnur á bréfum í Langflugi og bréfum í Icelandair og fékk því áðurnefnd 8% í sínar hendur. Þessi bréf seldi hann á genginu 32, eða fyrir um 2,5 milljarða króna.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK