Lykilstjórnendur bankans lifa í óvissu

Sverrir Vilhelmsson

Riftun er til skoðunar en engin ákvörðun hefur verið tekin,“ segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, um ákvörðun um niðurfellingu ábyrgða vegna lána sem lykilstarfsmenn gamla Kaupþings, sem margir hverjir vinna hjá nýja bankanum, fengu til kaupa á hlutabréfum í bankanum.

Gerð voru drög að kaupréttarkerfi bankans árið 2003 og voru þau lögð fyrir Fjármálaeftirlitið sem gerði engar athugasemdir. Í drögunum var ekki gert ráð fyrir að starfsmenn myndu bera áhættu ef bréf bankans lækkuðu. Á aðalfundi Kaupþings 2004 var samþykkt að stefna að því starfsmenn eignuðust allt að 9% hlutafjár í bankanum. Í samþykktinni var jafnframt áréttað að starfsmenn bæru ekki persónulega ábyrgð ef illa færi.

Árið 2005 gerðist það hins vegar að endurskoðendur bankans gerðu athugasemdir sem lutu að því að ábyrgðarleysi starfsmanna, sem fólst í sölutryggingu hlutabréfanna, hefði áhrif á útreikning á eigin fé bankans. Voru starfsmennirnir því beðnir að falla frá söluréttinum gegn þeirri tryggingu að þeir yrðu ekki látnir bera fjárhagslega áhættu af kaupunum.

Stjórn Kaupþings samþykkti því haustið 2005 að draga úr persónulegri áhættu starfsmanna af lántökum vegna hlutabréfakaupanna. Lánasamningar voru útbúnir þannig að starfsmenn bæru ábyrgð á 10% af lánsupphæðum og jafnframt var gengið frá lánunum þannig að bréfin yrðu seld í tæka tíð áður en á ábyrgð reyndi. Í byrjun þessa árs lá fyrir að þetta kerfi væri nokkuð gallað, því starfsmenn myndu hlaupa fyrstir frá bankanum og selja bréfin sín ef þau tækju að lækka í verði. Ef lykilstarfsmenn hefðu hafið stórfellda sölu á bréfunum hefði það haft í för með sér mikið tjón fyrir bankann á þeim tíma. Því voru persónulegar ábyrgðir felldar niður af stjórn Kaupþings hinn 25. september sl. 

Eftir hrun bankans lagði hópur stjórnenda til að lán starfsmanna yrðu innheimt í samræmi við almennar reglur og fallið yrði frá niðurfellingu ábyrgðar.

Starfsmennirnir sem tóku lánin lifa í óvissu í dag um hver niðurstaða málsins verður á sama tíma og þeir gæta hagsmuna bankans og viðskiptavina hans, en málið er á borði bankaráðs Kaupþings. Aðspurður hvort einhverjir starfsmenn hafi sett þrýsting á að niðurfellingin náist í gegn, segir Finnur Sveinbjörnsson svo ekki vera. Starfsmenn vilji fyrst og fremst ljúka málinu, sama hver niðurstaðan verður. „Þeir lifa í óvissu um sinn persónulega fjárhag og fjárhag fjölskyldna sinna og það er auðvitað mjög óþægileg staða,“ segir Finnur.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK