Engar ólögmætar færslur

Sigurður Einarsson (t.v.) og Hreiðar Már Sigurðsson.
Sigurður Einarsson (t.v.) og Hreiðar Már Sigurðsson.

Engir fjármunir hafa verið færðir með óeðlilegum eða ólögmætum hætti úr sjóðum Kaupþings, hvorki til eigenda hans né annarra. Enginn hagnaður hefur orðið til vegna sérstakra samninga við valinn hóp viðskiptavina bankans eða eigenda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fyrrum stjórnenda bankans, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni.

„Vegna fréttaflutnings að undanförnu um óeðlilegar millifærslur úr Kaupþingi banka til einstaklinga og félaga í eigendahópi Kaupþings óskast eftirgreindu komið á framfæri:

Engir fjármunir hafa verið færðir með óeðlilegum eða ólögmætum hætti úr sjóðum bankans, hvorki til eigenda hans né annarra. Enginn hagnaður hefur orðið til vegna sérstakra samninga við valinn hóp viðskiptavina bankans eða eigenda.

Fyrrum stjórnendur eru þess fullvissir að starfsemi bankans hafi alla tíð verið innan þess ramma sem lög og reglur um rekstur hans hafa kveðið á um. Þeim rannsóknum sem nú standa yfir á starfsemi bankans er því fagnað og vonandi er að til þeirra verði vandað í hvívetna til þess að hið sanna um starfsemi bankans leysi tilhæfulausar sögusagnir sem allra fyrst af hólmi," en undir þetta rita þeir Sigurður Einarsson, fyrrum formaður stjórnar Kaupþings banka og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrum forstjóri Kaupþings banka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir