Veik staða krónu meginástæða hárra stýrivaxta

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Á sama tíma og stýrivextir Seðlabanka Íslands eru í sögulegu hámarki eru stýrivextir banka helstu hagkerfa heims í eða nálægt söguleg lágmarki og jafnvel það lágir að þeir verða vart lækkaðir frekar. Meginástæða hárra stýrivaxta hér á landi er veik staða krónunnar og hin brýna þörf á að forða henni frá frekara hruni. Þetta kemur fram í Morgunkorni Glitnis.

„Seðlabankar hafa brugðist við láns- og lausafjárkreppunni og versnandi efnahagshorfum með því að lækka stýrivexti hratt. Ekki svo að skilja að íslenska hagkerfið hafi ekki fengið sinn skerf af efnahagserfiðleikunum sem hrjáð hafa heimsbyggðina undanfarið en láns- og lausafjárkreppan hefur vart komið verr niður á nokkru öðru hagkerfi í heiminum. Síðasta aðgerð Seðlabanka Íslands var að hækka stýrivexti sína allverulega eða um 6,5 prósentustig og standa vextir bankans nú í 18%," að því er segir í Morgunkorni.

Með stöðugleika krónunnar skapast skilyrði fyrir lækkun vaxta

Hvenær farið verður í stýrivaxtalækkun hér á landi fer að  mati Greiningar Glitnis nær alfarið eftir því hvernig gengur að ná stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og að fleyta krónunni á ný.

„Gangi það eftir sem stjórnvöld í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn stefna að í þeim efnum er líklegt að fyrsta stýrivaxtalækkun ársins komi á vaxtaákvörðunardegi bankans 19. mars næstkomandi.

Náist þessi markmið í gengismálum mun verðbólgan hjaðna hratt á næstunni enda ekkert sem heldur henni uppi. Slaki hefur leyst af hólmi þenslu á vinnumarkaði á skömmum tíma og ef kjarasamningsbundnar hækkanir verða innan marka stöðugleika, líkt og líkur eru á, mun ekki koma mikill þrýstingar á verðlag frá þessari átt.

Húsnæðisverð er einnig að lækka og mun það draga úr verðbólgunni. Þá er hrávöruverð á niðurleið sem og annar erlendur verðbólguþrýstingur. Reiknum við með því að Seðlabankinn verði kominn með stýrivexti sína niður í 7% í lok árs," að því er segir í Morgunkorni Glitnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK