Veittu fólki lán en veðjuðu á veikingu

Bankarnir lánuðu fólki og fyrirtækjum erlend myntkörfulán á meðan annars staðar í þeim var veðjað á að krónan myndi veikjast, að sögn Arnars Sigurmundssonar, formanns Landssamtaka lífeyrissjóða. „Þetta þarf að rannsaka, og ekki síst þátt stóru hluthafanna,“ segir Arnar.

Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, segir að nefndin muni skoða hvort hún sjái eitthvert kerfisbundið mynstur í þessum efnum sem hafi verið í gangi og sé óeðlilegt. „Væntanlega mun hins vegar hinn sérstaki saksóknari skoða hin einstöku mál,“ segir Páll.

Fjárfestingarfélagið Kjalar, sem var stór hluthafi í gamla Kaupþingi, krefst hárra greiðslna vegna framvirks gjaldmiðlaskiptasamnings við bankann frá fyrra ári. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars, segir í grein í Morgunblaðinu í dag að félagið hafi tekið þá áhættu á árinu 2007 að fjármagna hlutabréf sem félagið átti í íslenskum fyrirtækjum að stórum hluta með lánum í erlendri mynt. Þar hafi Kjalar tekið þá áhættu að veðja á sterka krónu. Umræddur gjaldmiðlaskiptasamningur hafi hins vegar verið gerður af því að forsvarsmenn félagsins hafi óttast í ársbyrjun 2008 að íslenskt hagkerfi fengi harða lendingu með tilheyrandi gengisfalli krónunnar. Í þessu hafi ekki falist spákaupmennska eða stöðutaka gegn íslensku krónunni. Félagið telji sig nú hafa orðið fyrir skaða vegna vanefnda gamla Kaupþings.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK