Engin stór lán til Tchenguiz síðustu dagana fyrir fallið

Hreiðar Már Sigurðsson
Hreiðar Már Sigurðsson Kristinn Ingvarsson

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir í yfirlýsingu í tilefni af Kastljósi RÚV í gærkvöldi, að lánveitingar til kaupsýslumannsins Robert Tchenguiz hafi numið mun lægri fjárhæð en fram kom í þættinum. Þá hafi engar stórar upphæðir farið út úr bankanum á síðustu vikunum fyrir fall bankans til Tchenguiz  eða fyrirtækja honum tengdum.

Yfirlýsingin frá Hreiðari Má er svohljóðandi:

„Vegna umfjöllunar í Kastjósi Sjónvarpsins í gærkvöldi varðandi lán Kaupþings banka til breska kaupsýslumannsins Robert Tchenguiz vil ég koma eftirgreindu á framfæri:

Robert Tchenguiz og fyrirtæki hans voru einn af stærstu viðskiptavinum Kaupþings. Lánveitingar Kaupþings til hans námu mun lægri fjárhæð en kom fram í Kastljósi í gær. Umrædd viðskipti byggðust að hluta á lánafyrirgreiðslu en að mestu leyti á endurhverfum verðbréfaviðskiptum þar sem bankinn var milliliður á milli fyrirtækja hans og alþjóðlegra fjármálastofnana sem fjármögnuðu viðskiptin. Að gefnu tilefni skal jafnframt áréttað að engar stórar upphæðir fóru út úr bankanum á síðustu vikunum fyrir fall bankans til þessa viðskiptavinar né fyrirtækja honum tengdum.

Hreiðar Már Sigurðsson"

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK