Engin stór lán til Tchenguiz síðustu dagana fyrir fallið

Hreiðar Már Sigurðsson
Hreiðar Már Sigurðsson Kristinn Ingvarsson

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir í yfirlýsingu í tilefni af Kastljósi RÚV í gærkvöldi, að lánveitingar til kaupsýslumannsins Robert Tchenguiz hafi numið mun lægri fjárhæð en fram kom í þættinum. Þá hafi engar stórar upphæðir farið út úr bankanum á síðustu vikunum fyrir fall bankans til Tchenguiz  eða fyrirtækja honum tengdum.

Yfirlýsingin frá Hreiðari Má er svohljóðandi:

„Vegna umfjöllunar í Kastjósi Sjónvarpsins í gærkvöldi varðandi lán Kaupþings banka til breska kaupsýslumannsins Robert Tchenguiz vil ég koma eftirgreindu á framfæri:

Robert Tchenguiz og fyrirtæki hans voru einn af stærstu viðskiptavinum Kaupþings. Lánveitingar Kaupþings til hans námu mun lægri fjárhæð en kom fram í Kastljósi í gær. Umrædd viðskipti byggðust að hluta á lánafyrirgreiðslu en að mestu leyti á endurhverfum verðbréfaviðskiptum þar sem bankinn var milliliður á milli fyrirtækja hans og alþjóðlegra fjármálastofnana sem fjármögnuðu viðskiptin. Að gefnu tilefni skal jafnframt áréttað að engar stórar upphæðir fóru út úr bankanum á síðustu vikunum fyrir fall bankans til þessa viðskiptavinar né fyrirtækja honum tengdum.

Hreiðar Már Sigurðsson"

mbl.is

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir