Fallist á greiðslustöðvun

Verslun House of Fraser í Oxfordstræti í Lundúnum. Baugur á …
Verslun House of Fraser í Oxfordstræti í Lundúnum. Baugur á þriðjungshlut í fyrirtækinu gegnum BG Holding. mbl.is/GSH

Dómstóll í Bretlandi hefur fallist á kröfu skilanefndin Landsbankans um að BG Holding, dótturfélag Baugs Group í Bretlandi, verði sett í greiðslustöðvun. Hafa fulltrúar endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers í Bretlandi verið skipaðir tilsjónarmenn með búi félagsins.

Baugur andmælti ekki kröfu Landsbankans og segir Gunnar Sigurðsson, forstjóri fyrirtækisins, í yfirlýsingu, að ákvörðun um það hafi verið tekin með tilliti til hagsmuna félaganna í eignasafni Baugs. Muni Baugur vinna með skilanefnd Landsbankans og veita allan mögulegan stuðning til fyrirtækjanna. 

Jafnframt hefur Baugur dregið til baka ósk um að Héraðsdómur Reykjavíkur veiti BG Holding greiðslustöðvun á Íslandi. Héraðsdómur mun hins vegar klukkan 13 í dag taka fyrir ósk um greiðslustöðvun Baugs Group á Íslandi. 

Gunnar segir í tilkynningunni, að ákvörðun Landsbankans sé forsvarsmönnum Baugs mikil vonbrigði. Að þeirra mati hafi tillögur þeirra um endurskipulagninu verið traustar og til þess fallnar að hámarka endurheimtur verðmæta fyrir alla hagsmunaðila Baugs og dótturfélaga þess. 

Í gær gekk Landsbanki Íslands að veðum í BG Holding  í beinu framhaldi af beiðni um greiðslustöðvun sem send var enskum dómstóli á miðvikudag.  BG Holding fer með eignarhalds Baugs Group í breskum fyrirtækjum.

Veðin sem Landsbankinn gekk að eru  13,73% hlutur  í matvöruversluninni Iceland Foods Group, 34,9% hlutur í  Highland Group Holdings Limited sem rekur verslunarmiðstöðvar undir heitinu House of Fraser, 37,75% hlutur í Aurum Group sem rekur verslanir undir merkjum Goldsmiths, Mappin & Webb og Watches of Switzerland  og Corporal Ltd sem á 63,7% hlut í leikfangaverslunarkeðjunni Hamleys.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK