Er draumurinn á enda?

Hamleys verlsunin í Lundúnum
Hamleys verlsunin í Lundúnum Luke Macgregor

Er draumurinn að engu orðinn, tæpum tveimur árum eftir Baugs-daginn svonefnda þegar Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Baugs, flaug með um 200 viðskiptavini og starfsfólk til Mónakó þar sem söngkonan Tina Turner skemmti gestum. Þetta kemur fram í stórri úttekt í Sunday Times á morgun. En Sunday Times er ekki eina sunnudagsblaðið sem er með stóra úttekt á veldi Jóns Ásgeirs í Bretlandi á morgun því Sunday Telegraph fjallar einnig ítarlega um ris og fall Baugsveldisins og sögu Jóns Ásgeirs.

Í báðum blöðunum er fjallað um Baugsdaginn svonefnda en í Times kemur fram að í maí 2007 hafi verið flogið með hópinn í einkaþotum til Mónakó þar sem dvalið var á lúxushótelinu Monte Carlo Bay í tvær nætur. Í hverju herbergi beið gesta taska þar sem finna mátti Perrier-Jouët kampavín,  Jo Malone kerti og baðolíu. Auk þess sem dagskráin var kynnt, til að mynda einkatónleikar með Tinu Turner og að Jonathan Ross myndi skemmta.

Meðal gesta Baugs voru helstu kaupsýslumenn Bretlands, svo sem ríkasti maður Skotlands, Tom Hunter og Kevin Stanford en þeir eru báðir viðskiptafélagar Jóns Ásgeirs. Auk þess sem Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna flutti erindi.

Segir í greininni í Times að þegar veldi Baugs náði hámarki í Bretlandi átti félagið hluti í fyrirtækjum sem um 65 þúsund manns starfaði hjá og veltan nam yfir 10 milljörðum punda.  Jón Ásgeir hafi verið ungur, ríkur og óttalaus. Hann hafi einu sinni sagt við kaupsýslumanninn Philip Green að hann ætti að fara að vara sig sem konungur verslunarhverfisins þar sem prinsinn væri mættur til leiks. 

Jón Ásgeir var að sögn Times táknmynd efnahagsbyltingarinnar á Íslandi og það komi ekki á óvart.  Hann hafi safnað að sér öllum þeim leikföngum sem hægt er að kaupa fyrir peninga, þakíbúð í New York, íbúð við Cadogan torg í Lundúnum, þriggja hæða stórhýsi í Reykjavík þar sem skothelt herbergi er að finna og hanneigi Hessen snekkju til þess að sigla á um Miðjarðarhafið á sumrin. Nú sé hins vegar draumurinn á enda. BG Holding, dótturfélag Baugs, er komið í greiðslustöðvun eftir að viðræður við skilanefnd Landsbankans vegna skulda upp á einn milljarð punda runnu út í sandinn.

Fjallað er um framkomu Jóns Ásgeirs og orða í viðtali við RÚV í vikunni þar sem hann sagði að nú myndu þessar góðu eignir enda í höndunum á breskum hrægömmum sem muni væntanlega eignast þær fyrir afar lága fjárhæð. Hann sé sannfærður um að Philip Green dansi nú þar sem hann muni eignast stóran hluta af eignum Baugs fyrir nánast ekki neitt. 

 Umfjöllun Sunday Times í heild

Umfjöllun Sunday Telegraph í heild 

Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs Group
Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs Group mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir