Fasteignasala eykst á milli mánaða

mbl.is

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í febrúar 2009 var 145. Heildarvelta nam 4,3 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 29,8 milljónir króna. Þegar febrúar 2009 er borinn saman við janúar 2009 fjölgar kaupsamningum um 25% og velta eykst um 23,4%.

Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 2,5 milljörðum í febrúar, viðskipti með eignir í sérbýli 0,8 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 1 milljarð króna.

41 makaskiptasamningur gerður í febrúar

Fjöldi makaskiptasamninga um íbúðarhúsnæði sem þinglýst var á höfuðborgarsvæðinu í febrúar 2009 var 41. Á sama tíma voru 3 kaupsamningar þar sem hluti greiðslu var lausafé. Með makaskiptasamningi er átt við kaupsamning um fasteign þar sem hluti kaupverðs er greiddur með annarri fasteign.

Veltan dregst saman um 71,4% frá febrúar í fyrra

Í janúar 2009 var þinglýst 116 kaupsamningum, velta nam 3,5 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 30,2 milljónir króna. Þegar febrúar 2009 er borinn saman við febrúar 2008 fækkar kaupsamningum um 66% og velta minnkar um 71,4%. Í febrúar 2008 var þinglýst 426 kaupsamningum, velta nam 15,1 milljarði króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 35,4 milljónir króna, samkvæmt vef Fasteignaskrá Íslands.

14 fasteignar seldar á Akureyri en fimm á Akranesi

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á Akureyri í febrúar 2009 var 14. Þar af voru 8 samningar um eignir í fjölbýli, 5 samningar um eignir í sérbýli og 1 samningur um annars konar eign. Heildarveltan var 483 milljónir króna og meðalupphæð á samning 34,5 milljónir króna.

Á sama tíma var 11 samningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli og 9 samningar um eignir í sérbýli . Heildarveltan var 272 milljónir króna og meðalupphæð á samning 24,7 milljónir króna.

Á sama tíma var 5 samningum þinglýst á Akranesi. Þar af var 4 samningar um eignir í fjölbýli og 1 samningur um eign í sérbýli. Heildarveltan var 243 milljónir króna og meðalupphæð á samning 24,7 milljónir króna.

Á sama tíma var 25 samningum þinglýst í Reykjanesbæ. Þar af voru 16 samningar um eignir í fjölbýli, 4 samningar um eignir í sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 472 milljónir króna og meðalupphæð á samning 18,9 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK