Gylfi og Sibert skipuð í peningastefnunefnd

Gylfi Zoëga
Gylfi Zoëga

Forsætisráðherra hefur í dag skipað tvo fulltrúa í peningastefnunefnd samkvæmt nýju ákvæði í lögumum Seðlabanka Íslands. Þau eru Anne Sibert, Dr. í hagfræði og prófessor við Birkbeck College, University of London og Gylfi Zoega, Dr. í hagfræði og prófessor við Háskóla Íslands.

Formaður peningastefnunefndarinnar er Svein Harald Øygard, Seðlabankastjóri og fulltrúar Seðlabanka Íslands í nefndinni eru auk hans Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Ákvarðanir um beitingu stjórntækja Seðlabanka Íslands í peningamálum eru teknar af peningastefnunefnd. Ákvarðanir peningastefnunefndar skulu grundvallast á markmiðum Seðlabanka Íslands og vönduðu mati á ástandi og horfum í efnahags- og peningamálum og fjármálastöðugleika.

Í peningastefnunefnd sitja seðlabankastjóri, sem er formaður, aðstoðarseðlabankastjóri, einn af yfirmönnum bankans á sviði mótunar eða stefnu í peningamálum og tveir sérfræðingar á sviði efnahags- og peningamála sem forsætisráðherra skipar.

Anne Sibert er prófessor og deildarstjóri við School of Economics, Mathematics and Statistics í Birbeck College í London. Anne á ennfremur sæti í CEPR (Centre for Economic and Policy Research) stofnuninni. Anne gengdi stöðu hagfræðings hjá bankastjórn bandaríska Seðlabankans í Washington.

Rannsóknir hennar hafa fyrst og fremst verið á sviði þjóðhagfræði með sérstaka áherslu á peningahagfræði. Hún hefur veitt fjölmörgum stofnunum ráðgjöf á sviði efnahagsmála og verið aðstoðarritstjóri Economic Journal í Bretlandi. Anne Sibert lauk doktorsprófi í hagfræði frá Carnegie-Mellon háskóalanum í Bandaríkjunum árið 1982.

Gylfi Zoëga lauk cand. oecon. prófi frá Háskóla Íslands árið 1987 Hann nam við Columbia-háskólann í Bandaríkjunum.og lauk þaðan meistaraprófi í hagfræði árið 1989, M.Phil prófi 1991 og doktorsprófi árið 1993. Að námi loknu lagði Gylfi stund á rannsóknir og háskólakennslu erlendis. Hann var ráðinn prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands árið 2002 og kennir þar bæði í grunn- og framhaldsnámi, einkum þjóðhagfræði og vinnumarkaðshagfræði.

Gylfi er skorarformaður í hagfræðiskor og varadeildarforseti við viðskipta- og hagfræðildeild. Auk þess gegnir hann stöðu gestaprófessors við Birkbeck College, University of London þar sem hann starfaði um árabil áður en hann hóf störf við Háskóla Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK