Besti dagur ársins á Wall Street

Hlutabréf tóku mikinn kipp í kauphöllinni á Wall Street í kvöld og hafa ekki hækkað jafnmikið á einum degi í þrjá mánuði. Er það rakið til þess að Citibank tilkynnti í dag að hagnaður hefði verið á rekstrinum fyrstu tvo mánuði ársins og útlit væri fyrir hagnað á árinu öllu. Virðast fjárfestar hafa fyllst bjartsýni um að botni fjármálakreppunnar sé náð. 

Nasdaq hlutabréfavísitalan hækkaði um 7,07% og er  1358 stig. Dow Jones vísitalan hækkaði um 5,8% og er 6926 stig og Standard & Poor's hækkaði um 6,4% og er 719 stig. Bréf deCODE hækkuðu um 4,8% og er gengi þeirra tæpt 21 sent.

Hlutabréf í Citigroup hækkuðu um 37% og gengi hlutabréfa í öðrum stórum bönkum snarhækkaði einnig, t.d. Bank of America um 28% og JP Morgan Chase um 22%.

Fréttir af afkomu Citibank hafa fyllt fjárfesta um allan heim …
Fréttir af afkomu Citibank hafa fyllt fjárfesta um allan heim bjartsýni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK