Tap norska olíusjóðsins 633 milljarðar norskra króna

Olíuborpallur Statoil á Hvítabjörns-svæðinu í Norðursjó.
Olíuborpallur Statoil á Hvítabjörns-svæðinu í Norðursjó. mbl.is/statoil

Tap Lífeyrissjóðs norska ríkisins, sem yfirleitt er nefndur norski olíusjóðurinn, nam 633 milljörðum norskra króna, rúmum tíu þúsund milljörðum íslenskra króna, á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá norska seðlabankanum. Sjóðurinn sem meðal annars fjárfestir á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði, skilaði 23,3% neikvæðri ávöxtun á síðasta ári.

Þrátt fyrir tapið jókst virði eigna sjóðsins um 256 milljarða norskra króna á árinu sem skýrist af tekjum af olíu og gasi auk veikingu norsku krónunnar.

Svein Gjedrem, seðlabankastjóri, sagði á fréttamannafundi í morgun að efnahagskreppan hafi leikið sjóðinn grátt og horfurnar séu slæmar fyrir árið í ár.

Frétt Aftenposten

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK