2,35% hlutur í Baugi metinn á 1,9 milljarða króna

Húsið þar sem höfuðstöðvar Baugs Group voru til húsa
Húsið þar sem höfuðstöðvar Baugs Group voru til húsa Árni Sæberg

BGE eignarhaldsfélag, mat 2,35% hlut í Baugi á tæplega 1,9 milljarð króna, samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir 2007. BGE er að stærstum hluta í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Gunnars S. Sigurðssonar, Skarphéðins Bergs Steinarssonar og Stefán H. Hilmarssonar, allt fyrrum stjórnendur félaga í eigu Baugs áður en Baugur var úrskurðaður gjaldþrota.

Þegar óskað var eftir greiðslustöðvun Baugs í byrjun febrúar var jafnframt óskað eftir því að 14 dótturfélög fengju einnig greiðslustöðvun. Fallið var síðar frá þeirri ósk. Umrædd dótturfélög eru eru BG Ventures, M Holding,  F-Capital, Sólin skín, Milton, Unity Investments, M-Invest, BGE eignarhaldsfélag, Sports Investments, BG Newco 5, A-Holding, BG Equity, Styrkur Invest og Stoðir Invest.Ársreikningurinn er staðfestur af stjórn félagsins og endurskoðanda þann 15. ágúst 2008 en þar kemur fram í árritun endurskoðandans að eigið fé félagsins hafi rýrnað verulega frá áramótum. Stjórnendur félagsins séu að vinna í því að styrkja fjárhagsstöðu þess. Í árslok 2007 nam eigið fé BGE 892 milljónum króna. 

Á aðalfundi Baugs Group þann 8. júní 2008 var hlutafé félagsins aukið um 72,2 milljónir króna að nafnverði og skrifaði BGE eignarhaldsfélag sig fyrir hlutum að nafnverði 30 milljónir króna, eða 1.781 milljón króna. kemur sá hlutur til viðbótar við 2,35% hlutinn sem BGE átti í Baugi í árslok 2007.

Samkvæmt efnahagsreikningi BGE í árslok 2007 eru fastafjármunir félagsins auk eignahluta í Baugi Group, lánveitingar til hluthafa upp á rúmlega 3,4 milljarða króna. Undir liðnum skammtímaskuldir kemur fram að meðal þeirra séu lán frá Baugi Group upp á tæplega 2,7 milljarða króna. 

Hagnaður BGE eignarhaldsfélags fyrir árið 2007 nam 190,4 milljónum króna samanborið við 705,5 milljónir króna árið 2006.

Stjórn BGE lagði til á aðalfundi félagsins í ágúst 2008 að ekki verði greiddur til hluthafa á árinu 2008 vegna rekstrarársins 2007.

Stefán Hilmarsson, aðstoðarforstjóri Baugs er meðal eigenda BGE eignarhaldsfélags.
Stefán Hilmarsson, aðstoðarforstjóri Baugs er meðal eigenda BGE eignarhaldsfélags. mbl.is/Heddi
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, er meðal hluthafa í …
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, er meðal hluthafa í BGE eignarhaldsfélags mbl.is/Ómar
Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, er meðal hluthafa í BGE eignarhaldsfélags
Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, er meðal hluthafa í BGE eignarhaldsfélags mbl.is/Skapti
Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrrum forstjóri Landic, er meðal eigenda BGE …
Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrrum forstjóri Landic, er meðal eigenda BGE eignarhaldsfélags
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK