Bandarísk hlutabréf þjóta upp

Reuters

Hlutabréf hækkuðu mikið í verði í viðskiptum í kauphöllinni á Wall Street í kvöld og er það rakið til ráðstafana, sem bandarísk stjórnvöld kynntu í morgun og eiga að auka lausafé og gera þarlendum bönkum kleift að lána fyrirtækjum og einstaklingum fé. 

Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 6,84% og er 7775 stig, Nasdaq vísitalan hækkaði um 6,76% og er 1555 stig og  S&P vísitalan hækkaði um 7,03% og er 822 stig. Gengi bréfa deCODE lækkaði hins vegar um 2,2% og er 20 sent.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK