Pólitísk tengsl S-hóps voru áhyggjuefni

mbl.is

Stjórnendur Búnaðarbankans höfðu áhyggjur af því að pólitísk tengsl S-hópsins við Framsóknarflokkinn gætu skaðað bankann, einkavæðingarnefnd var talin trú um að franski bankarisinn Societe General væri hluti af hópnum og rætt var um það á fundi nefndarinnar um miðjan desember 2002 að hætta mögulega við söluferlið þegar kom í ljós að svo var ekki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins um sölu á hlut íslenska ríkisins í Búnaðarbanka Íslands.

Fyrr í þessum mánuði veitti forsætisráðuneytið í fyrsta sinn fullan aðgang að öllum gögnum í skjalasafni einkavæðingarnefndar sem varða sölu á Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Í rökstuðningi ráðuneytisins fyrir aðganginum segir meðal annars: „Þau fyrirtæki sem hér um ræðir eru ekki lengur starfandi með sama hætti og áður og hugsanlegir hagsmunir kaupenda á sínum tíma af leynd vega ekki þungt í samanburði við þá ríku almannahagsmuni sem tengjast aðgangi.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK