Steingrímur: Góð vaxtakjör nauðsynleg

Jón Þórisson forstjóri VBS
Jón Þórisson forstjóri VBS Mbl.is

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að góð kjör á lánum til VBS og Saga Capital hafi verið forsenda þess að skuldin fengist endurgreidd.  Með góðum kjörum sé verið að gera fyrirtækjunum kleift að ráða við afborganir af lánunum. Með því sé í reynd verið að reyna að tryggja að að ríkið geti endurheimt þá fjármuni sem um ræðir.

Samningar fyrirtækjanna tveggja við ríkissjóð reisa þeim jafnframt ýmsar skorður. Meðal annars er gert ráð fyrir því að fyrirtækin auki ekki rekstrarumfang sitt og áhættu.

Eins og Morgunblaðið greindi frá í dag eru vaxtakjör vegna lánasamninga ríkissjóðs við VBS fjárfestingarbanka og Saga Capital fjárfestingarbanka afar hagstæð, en um er að ræða tvö prósent verðtryggða vexti.

Fyrirtækin náðu samningnum við ríkissjóð vegna 41 milljarða skuldar sem varð til í endurhverfum viðskiptum þeirra við Seðlabanka Íslands. 26 milljarðar hjá VBS og 15 milljarðar hjá Saga Capital, en ríkissjóður tók yfir skuldina frá Seðlabankanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK