Umdeildar „rafrettur“

Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú svokallaðar rafeindasígrettur, sem eru auglýstar sem hollari valkostur við venjulegar sígarettur. Frank Lautenberg, sem er öldungadeildarþingmaður í New Jersey, hefur kallað eftir því að lyfja- og matvælaeftirlitið rannsaki málið.

Hann fer fram á að „rafretturnar“ verði teknar úr sölu á meðan áhrif þeirra á heilsu fólks eru rannsökuð.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin fagnar frumkvæði þingmannsins, en söluaðili í Bretlandi mótmælir þessu. Hann segir að slíkar aðgerðir séu bæði ósanngjarnar og óskynsamlegar. Hann segir jafnframt mikla eftirspurn vera eftir rettunum rafvæddu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK