Krónan heldur áfram að veikjast

Krónan hélt áfram að veikjast í gær eins og hún hefur gert nánast samfellt frá 12. þessa mánaðar. Gengisvísitala krónunnar hækkaði um 1,3% og veiktist krónan sem því nemur. Var gengisvísitalan við lok viðskipta í gær 209,9 stig. Í lok dags þann 11. mars síðastliðinn var vísitalan 186,5 stig. Hefur hún því hækkað um tæp 13% frá þeim tíma og krónan því veikst svo að segja sem því nemur.

Þann 17. mars sl. var stór gjalddagi á ríkisbréfum í eigu erlendra fjárfesta. Ætla má að vaxtagreiðslur til þeirra eigi þátt í veikingu krónunnar. Þá er líklegt að lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans í síðustu viku eigi einnig sinn þátt sem og nýlegt inngrip Fjármálaeftirlitsins í starfsemi Straums, SPRON og Sparisjóðabankans.

Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir að til viðbótar við framannefnt virðist sem verulegur misbrestur sé á því að útflutningstekjur skili sér inn á markaðinn. „Þetta er eina hugsanlega skýringin á því hvað krónan hefur veikst mikið og samfellt að undanförnu“ segir hann. „Að öllu öðru óbreyttu ætti að vera meira flæði gjaldeyris inn á markaðinn en út af honum, en svo er ekki. Auðvitað er við því að búast að sveifla geti verið í því frá degi til dags hvernig erlendi gjaldeyririnn skilar sér, en þetta er hins vegar orðið það stöðugt og í það langan tíma, að ljóst virðist að fleiri vilji kaupa gjaldeyri en þeir sem eru að selja hann.“

Ekki eins og fyrr á árinu

Jón Bjarki segir að búist hafi verið við einhverri veikingu krónunnar í kringum stóra vaxtagjalddagann á ríkisbréfunum fyrr í mánuðinum. Það hafi gerst en veikingin hafi hins vegar haldið áfram.

„Þá virðist ljóst að Seðlabankinn er ekki að láta til sín taka á gjaldeyrismarkaðinum núna, eins og bankinn gerði í janúar og febrúar. Það hefur líka mikil áhrif,“ segir Jón Bjarki.

Seðlabankinn tjáir sig ekki um skammtímasveiflur á gjaldeyrismarkaði, samkvæmt upplýsingum frá bankanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK