Philips tapar miklu

Ferðageislaspilari frá Philips sem spilar líka mp3-diska auk þess sem ...
Ferðageislaspilari frá Philips sem spilar líka mp3-diska auk þess sem hægt er að spila tölvuleiki á honum.

Endurskipulagningu í rekstri hollenska raftækjafyrirtækisins Philips verður hraðað eins og hægt er vegna slæmrar afkomu á fyrstu fjórðungi þessa árs. Fyrirtækið tapaði 57 milljónum evra, jafnvirði um 9.600 milljörðum íslenskra króna, á tímabilinu frá janúar til mars í ár.

Sala hjá Philips dróst saman um 17% á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Nam sala 5,1 milljarði evra. Gerard Kleisterlee, forstjóri Philips, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu að efnahagskreppan í heiminum hafi komið einna harðast niður á fyrirtækjum sem starfi á neytendamarkaði.

Philips er eitt stærsta fyrirtæki Evrópu í framleiðslu raftækja fyrir neytendamarkað.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir