Hlutabréf lækkuðu á Wall Street

Hlutabréf lækkuðu í verði í kauphöllinni á Wall Street í kvöld en fjárfestar fylltust áhyggjum af því, að bandarískir bankar, sem gangast nú undir álagspróf, þurfi að útvega nýtt eigið fé. Þá þóttu ummæli Bens Bernankes, seðlabankastjóra í dag um efnahagsbata vera varkár. 

Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,18% og er 8411 stig. Nasdaq vísitalan lækkaði um 0,54% og er 1754 stig. Gengi bréfa deCODE  hækkaði um 3,3% og er 31 sent.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK